Á mótorhjóli frá Íslandi til Spánar

Í dag, sunnudaginn 19. júní 2022, hefst ferðalag mitt. Ég er að leggja af stað í langferð á mótorhjóli, Ferðinni er heitið til Valencia héraðs á Spáni, með viðkomu í Danmörk, Svíþjóð, Þýskalandi, Luxemburg og Frakklandi.

Fararskjótinn er Kawasaki Versys 650, árgerð 2017. Þetta er fyrsta mótorhjólið mitt, ég eignaðist það vorið 2021. Gamall draumur varð þar með að veruleika.

Sumarið 2022 var vel nýtt til aksturs, með því fékkst dýrmæt reynsla. Þegar hjólið fór í vetrargeymsluna í september, voru komnir rúmir 6 þúsund kílómetrar í safnið.

Nú er komið að því að leggja af stað í stóru ferðina. Ég mun leitast við að setja hér hinn pistla og myndir úr ferðinni. Fylgist með!